Húsnæði í snotrum sikileyskum smábæ til sölu fyrir slikk Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 23:33 Sambuca liggur í fallegum Sikileyskum hæðum. Skjáskot/ Google Maps Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á. Ítalía Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á.
Ítalía Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira