Hægt að standa í þeim bestu ef menn æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 11:30 Elvar Örn Jónsson hefur spilað frábærlega á HM. vísir/getty Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30