Hægt að standa í þeim bestu ef menn æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 11:30 Elvar Örn Jónsson hefur spilað frábærlega á HM. vísir/getty Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30