Seðlabankinn vilji að fjármagn fari úr landi „án mikilla átaka“ Jón Bjarki Bentsson skrifar 16. janúar 2019 00:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira