Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 13:57 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira