Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 09:30 Ólafur Gústafsson er klár í slaginn. vísir/Sigurður már Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30