Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 14:59 Vísindamennirnir reiknuðu út hversu miklum ís jöklar á 65 svæðum á Suðurskautslandinu tapa og græða. Vísir/Getty Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34