Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 14:15 Arnar Freyr Arnarsson á mikið inni í sóknarleiknum að eigin sögn. vísir/getty Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30