Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 11:21 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34