Vel tekið í áform ráðherra um styrki til að fjölga í kennaranámi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Fréttablaðið/Eyþór „Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
„Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30
Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15