Hundruð milljarða safnist á tíu árum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. janúar 2019 09:00 Frá Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Arðgreiðslur Landsvirkjunar gætu á tíu árum byggt upp auðlindasjóð sem næmi 377 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækjanna Reykjavik Economics og Intellecon um íslenskan raforkumarkað sem verður kynnt á fundi Landsvirkjunar, Orkumarkaðir í mótun; verðmætasköpun og þjóðarhagur, í dag. „Þessar tölur gefa okkur hugmynd um stærðargráðu auðlindasjóðs ef honum verður komið á fót. Raforkugeirinn hefur verið skuldsettur vegna mikils vaxtar en nú er útlit fyrir að skuldsetning hans fari lækkandi og arðgreiðslugetan vaxandi,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics og annar skýrsluhöfunda. Auknar arðgreiðslur Landsvirkjunar vekja spurningar um hvernig eigi að ráðstafa þeim hagnaði sem safnast upp. Í skýrslunni eru nefndar þrjár leiðir sem geta komið til greina. Landsvirkjun gæti aukið arðgreiðslur til ríkissjóðs sem gæti ráðstafað tekjunum að vild, til dæmis dregið úr skuldum eða aukið útgjöld. Þá gæti Landsvirkjun lækkað verð til notenda eða safnað arðgreiðslum í sérstakan auðlindasjóð. „Þegar vel tekst til geta slíkir sjóðir orðið miklir að vöxtum og tryggja að auðlindin skili arði til framtíðar þegar hún er uppurin, sbr. olíulindir Norðmanna og í Mið-Austurlöndum,“ segir í skýrslunni. Olía er óendurnýjanleg auðlind en vatnsaflið á Íslandi er endurnýjanlegt og getur því skapað arð til mjög langs tíma. Auðlindasjóður utan um arðgreiðslur af endurnýjanlegum auðlindum skilar þannig viðbótarávinningi til allrar framtíðar svo lengi sem ekki er gengið á höfuðstól hans. „Einn af kostunum er að slíkur sjóður getur varið hagkerfið fyrir sveiflum á markaðsverði auðlindarinnar á hverjum tíma. Að auki gæti slíkur sjóður tekist á við áskoranir sem tengjast lýðfræðilegum breytingum svosem öldrun þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni.Allt að 878 milljarðar Settar eru fram þrjár sviðsmyndir sem ætlað er að varpa ljósi á stærðargráðu íslensks auðlindasjóðs á árunum 2025 til 2035. Miðast útreikningarnir við 3,5 prósenta raunvexti á tímabilinu. Sú fyrsta gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu og betri nýtingu orkuauðlindanna að meðtalinni nýtingu fleiri endurnýjanlegra orkugjafa. Auk þess er gert ráð fyrir að nýframkvæmdir séu fjármagnaðar án verulegrar skuldsetningar. Ef árlegar arðgreiðslur Landsvirkjunar í sjóðinn nema 32 milljörðum króna geta 377 milljarðar hafa safnast upp eftir tíu ár. Endanleg upphæð ræðst af mörgum þáttum, til dæmis orkuverði. Önnur sviðsmyndin gerir ráð fyrir óbreyttri orkuvinnslu frá því sem nú er. Þannig verða arðgreiðslurnar 16 milljarðar króna og stærð sjóðsins 188 milljarðar árið 2035. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs til Bretlands en í skýrslunni segir að ljóst sé að mikillar óvissu gæti um tímasetningar og arðsemi slíkrar framkvæmdar. Samkvæmt gefnum forsendum má þá ætla að arðgreiðslur Landsvirkjunar verði 75 milljarðar króna á ári og að 878 milljarðar safnist upp á tímabilinu.Uppskipting ófýsileg Í skýrslunni eru teknar fyrir hugmyndir um hvort heppilegt geti reynst að skipta Landsvirkjun upp með það að markmiði að auka samkeppni. Bent er á að Landsvirkjun sé hlutfallslega lítið fyrirtæki á sínu sviði á alþjóðlegum samkeppnismarkaði raforkuframleiðenda þótt það sé stórt á innlendan mælikvarða. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld, því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins,“ segir í skýrslunni. Þá væri ávinningurinn af því að skipta fyrirtækinu upp mögulega aukin samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar þar sem 80 prósent raforkuframleiðslunnar eru seld til stórnotenda, sem oftar en ekki eru alþjóðleg fyrirtæki, verði ávinningur þess hóps hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukinn kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar gætu á tíu árum byggt upp auðlindasjóð sem næmi 377 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækjanna Reykjavik Economics og Intellecon um íslenskan raforkumarkað sem verður kynnt á fundi Landsvirkjunar, Orkumarkaðir í mótun; verðmætasköpun og þjóðarhagur, í dag. „Þessar tölur gefa okkur hugmynd um stærðargráðu auðlindasjóðs ef honum verður komið á fót. Raforkugeirinn hefur verið skuldsettur vegna mikils vaxtar en nú er útlit fyrir að skuldsetning hans fari lækkandi og arðgreiðslugetan vaxandi,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics og annar skýrsluhöfunda. Auknar arðgreiðslur Landsvirkjunar vekja spurningar um hvernig eigi að ráðstafa þeim hagnaði sem safnast upp. Í skýrslunni eru nefndar þrjár leiðir sem geta komið til greina. Landsvirkjun gæti aukið arðgreiðslur til ríkissjóðs sem gæti ráðstafað tekjunum að vild, til dæmis dregið úr skuldum eða aukið útgjöld. Þá gæti Landsvirkjun lækkað verð til notenda eða safnað arðgreiðslum í sérstakan auðlindasjóð. „Þegar vel tekst til geta slíkir sjóðir orðið miklir að vöxtum og tryggja að auðlindin skili arði til framtíðar þegar hún er uppurin, sbr. olíulindir Norðmanna og í Mið-Austurlöndum,“ segir í skýrslunni. Olía er óendurnýjanleg auðlind en vatnsaflið á Íslandi er endurnýjanlegt og getur því skapað arð til mjög langs tíma. Auðlindasjóður utan um arðgreiðslur af endurnýjanlegum auðlindum skilar þannig viðbótarávinningi til allrar framtíðar svo lengi sem ekki er gengið á höfuðstól hans. „Einn af kostunum er að slíkur sjóður getur varið hagkerfið fyrir sveiflum á markaðsverði auðlindarinnar á hverjum tíma. Að auki gæti slíkur sjóður tekist á við áskoranir sem tengjast lýðfræðilegum breytingum svosem öldrun þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni.Allt að 878 milljarðar Settar eru fram þrjár sviðsmyndir sem ætlað er að varpa ljósi á stærðargráðu íslensks auðlindasjóðs á árunum 2025 til 2035. Miðast útreikningarnir við 3,5 prósenta raunvexti á tímabilinu. Sú fyrsta gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu og betri nýtingu orkuauðlindanna að meðtalinni nýtingu fleiri endurnýjanlegra orkugjafa. Auk þess er gert ráð fyrir að nýframkvæmdir séu fjármagnaðar án verulegrar skuldsetningar. Ef árlegar arðgreiðslur Landsvirkjunar í sjóðinn nema 32 milljörðum króna geta 377 milljarðar hafa safnast upp eftir tíu ár. Endanleg upphæð ræðst af mörgum þáttum, til dæmis orkuverði. Önnur sviðsmyndin gerir ráð fyrir óbreyttri orkuvinnslu frá því sem nú er. Þannig verða arðgreiðslurnar 16 milljarðar króna og stærð sjóðsins 188 milljarðar árið 2035. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs til Bretlands en í skýrslunni segir að ljóst sé að mikillar óvissu gæti um tímasetningar og arðsemi slíkrar framkvæmdar. Samkvæmt gefnum forsendum má þá ætla að arðgreiðslur Landsvirkjunar verði 75 milljarðar króna á ári og að 878 milljarðar safnist upp á tímabilinu.Uppskipting ófýsileg Í skýrslunni eru teknar fyrir hugmyndir um hvort heppilegt geti reynst að skipta Landsvirkjun upp með það að markmiði að auka samkeppni. Bent er á að Landsvirkjun sé hlutfallslega lítið fyrirtæki á sínu sviði á alþjóðlegum samkeppnismarkaði raforkuframleiðenda þótt það sé stórt á innlendan mælikvarða. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld, því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins,“ segir í skýrslunni. Þá væri ávinningurinn af því að skipta fyrirtækinu upp mögulega aukin samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar þar sem 80 prósent raforkuframleiðslunnar eru seld til stórnotenda, sem oftar en ekki eru alþjóðleg fyrirtæki, verði ávinningur þess hóps hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukinn kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira