Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:12 Fýlar fá að súpa seyðið af umhverfisspjöllum manna. Vísir Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umhverfismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Umhverfismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira