Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:31 Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. Fréttablaðið/anton brink Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30