Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 18:09 Castro er af mexíkóskum ættum. Trump forseti hefur ítrekað lýst mexíkóskum innflytjendum sem nauðgurum og glæpamönnum. Vísir/EPA Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45