Einar leitar að öðrum verkefnum Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2019 21:53 Einn þekktasti rithöfundur Íslands, Einar Kárason, fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár. Vísir/GVA Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30