Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 11:29 Mennirnir þrír sem lögregla vill ná tali af. Mynd/Samsett Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11