The Trip er að stöðvast og starfsmenn í óvissu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2019 06:45 Baldvin Z og Andri Óttarsson eru handritshöfundar The Trip. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira