Einar Árni: Ákveðin fegurð í að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. janúar 2019 21:45 Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/anton Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira