Síbrotamaður hótaði starfsmönnum: „I will cut your throat, I will kill your family“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 17:47 Maðurinn sagðist ekki ætla aftur í fangelsi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira