Franskur þýðandi Hugleiks virðist telja hann of grófan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 16:00 Hugleikur er nokkuð hissa vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir - Hugleikur Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“ Frakkland Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“
Frakkland Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira