Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 23:15 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Mynd/Reykjavíkurborg Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00