Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.
Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.

„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“
Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis.Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið.
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór.
Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann.
Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019
140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana.
— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019
Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl
Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r
— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019
Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p
— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019