Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við Facetime-gallanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 20:29 Málið þykir neyðarlegt fyrir Apple sem segist leggja mikið upp úr friðhelgi einkalífsins samamber þessa risavöxnu auglýsingu. Getty/David Becker Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu. Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu.
Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29