Flóra Íslands, Hallgrímur og Sigrún fengu verðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 20:30 Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018. Sigrún, Hallgrímur og höfundar Flóru Íslands. Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Sjá meira
Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30