Samfélagsmiðlar og falsfréttir til umræðu í þjóðaröryggisráði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 14:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þá ógn sem talið er að lýðræðinu stafi af samfélagsmiðlum og falsfréttum á dagskrá þjóðaröryggisráðs. vísir/vilhelm Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag.
Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira