Ekkert flugslys varð í fyrra í fyrsta skipti í nærri hálfa öld Sveinn Arnarsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flugvél kemur til lendingar. Síðasta ár var fyrsta árið síðan 1969 sem ekkert flugslys var skráð. Fréttablaðið/Anton Brink Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent