Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 14:40 Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni Bolívar Carlos Becerra/Getty Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar. Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar.
Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13