Mannkynið rassskellt í Starcraft II Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2019 08:00 Starcraft II þykir nokkuð flókinn. Mynd/Blizzard AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira