Forðast gryfju hallærislegheitanna Baldur Guðmundsson skrifar 26. janúar 2019 09:30 Þrándur undirbýr sýningu sem verður opnuð á Akureyri í febrúar þangað sem hann mun mæta með þessa heiðursmenn en Kolbeinn datt einmitt íða á Akureyri í Dularfullu stjörnunni. Fréttablaðið/Anton Brink Þrándur Þórarinsson hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í myndlistinni. Hann lítur á sig sem gamaldags myndlistarmann og fæst nánast einungis við olíu á striga undir áhrifum gömlu meistaranna og þá fyrst og fremst Francisco Goya. Hann hefur þróað sinn persónulega stíl og saman við olíulitina blandar hann gömlum þjóðsagnaminnum og dægurmenningu samtímans oft með dökkum og demónískum undirtónum en varpar um leið kómísku ljósi á samtímann. Hann stendur þannig traustum fótum í fortíðinni á meðan hann sveiflar penslunum í hringiðu líðandi stundar og töfrar þá oftar en ekki fram hárbeitta samfélagsgagnrýni. Verk Þrándar hafa vakið gríðarlega og verðskuldaða athygli og rokseljast þannig að óhætt er að segja að hann sé ein helsta stjarnan í íslenskum myndlistarheimi um þessar mundir.Þú getur alveg viðurkennt að þú ert orðinn rosalega vinsæll, er það ekki? „Jú, jú, ég get alveg gengist við því,“ segir Þrándur og glottir hógvær þar sem hann situr á vinnustofu sinni fyrir framan verk sem er í vinnslu á stórum striga. Það vakti athygli þegar Fréttablaðið.is greindi nýlega frá því að þrátt fyrir miklar vinsældir og að hafa helgað sig eingöngu myndlistinni síðustu tíu þykir Þrándur ekki gjaldgengur í Samband íslenskra myndlistarmanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki lokið BA-prófi í myndlist. Hann segist ekki kippa sér upp við þetta og tekur höfnuninni síður en svo persónulega. „Mér finnst nú líklegt að þetta hafi bara verið einhverjir svona pappakassar sem hafi ákveðið að ég uppfylli ekki skilyrðin,“ segir Þrándur sem hætti á sínum tíma í Listaháskólanum þar sem hann sá ekki fram á að geta lært mikið þar.Er eitthvað til í því að þú hafir verið rekinn úr LHÍ vegna listræns ágreinings, ef svo má sega? „Nei, mér var ekki beinlínis sparkað út og hætti bara vegna þess að það sem ég var að gera átti ekki upp á pallborðið þarna. Ég sá það líka sjálfur að ég gæti kannski ekkert lært það sem mig langaði að læra þarna. Vegna þess að það var enginn þarna til þess að kenna mér. Áherslan var mest á hugmyndalist og konseptlistina. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta er núna en hugsa að þetta sé svipað og þá og lítil sem engin áhersla lögð á tæknilega málun.“ Þrándur segist alla sína tíð hafa teiknað og litað en á menntaskólaárunum hafi hann farið að fikra sig yfir í málverkið. „Ég fæst eiginlega ekki við neitt annað en olíu á striga en hef fiktað eitthvað í þrykki og tréristum og það getur verið að maður fari að dútla eitthvað í vatnslitum einhvern tímann.“Datt í fangið á Nerdrum „Mig langaði snemma ekki bara að verða myndlistarmaður, heldur gamaldags myndlistarmaður,“ segir Þrándur sem var á barnsaldri byrjaður að fletta gömlum listaverkabókum. „Þarna sá maður þetta allt, Rembrandt og eitthvað þannig og fannst þetta bara alltaf langflottasta sjittið.“ Þrándur opnaði fyrstu einkasýninguna sína fyrir tíu árum og hefur ekki fengist við annað en listina síðan þá. „Ég hætti að vinna skömmu eftir fyrstu einkasýninguna en hef reyndar verið aðeins í námi líka en hef ekki verið með ærlega vinnu síðustu tíu árin.“Og þú lifir á þessu? „Já, já, ég lifi drauminn.“ Eftir að Þrándur hætti í LHÍ gerðist hann lærlingur hjá norska myndlistarmanninum og ólíkindatólinu Odd Nerdrum sem hann segir hafa verið mikla gæfu. „Það var nánast bókstaflega þannig að ég datt í fangið á honum. Ég náttúrlega vissi af honum. Ég er hálfur Norðmaður og hann er náttúrlega heimsfrægur í Noregi. Síðan frétti ég að hann væri kominn hingað og ég vissi að hann tæki lærlinga og hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt að spyrja hann. Ég sá hann svo úti á götu og elti hann inn á Súfistann í Máli og menningu þar sem ég gaf mig á tal við hann og spurði hvort það væri séns á að fá að gerast nemandi hans. Það var náttúrlega bara alger himnasending. Ég myndi segja að þetta væri eitt mest afgerandi atvik í lífi mínu.“Nekt er góð á striga Þótt oft megi greina beitta samfélagsrýni í verkum Þrándar þá er hún ekkert markmið í sjálfri sér. „Það er alltaf gaman að koma með smá ádeilu en þetta eru svona hugmyndir sem maður getur ekki pantað en stundum fær maður réttu hugmyndina.“ Þrándur var eldsnöggur að koma sinni sýn á Klaustursmálið á striga og aldrei þessu vant brást hann þá við fjölda áskorana. „Ég held alveg örugglega að þetta sé fyrsta myndin sem ég mála eftir að fjöldi fólks hafði spurt mig hvort það atvik væri ekki efni í mynd. Ég gat ekki skorast undan þessu,“ segir Þrándur sem nú finnur fyrir svipuðum þrýstingi vegna hávaðans í kringum nektarmynd Gunnlaugs Blöndals í Seðlabankanum. „Maður finnur þetta núna með þetta Seðlabankamálverkamál. Fólk er að koma að mér og láta mig vita að það sé að bíða eftir að ég geri mér einhvern mat út því. Mér finnst þessi umræða öll svolítið spaugileg og hef bara gaman af þessu og þá ekki síst því að sjá þessi miklu viðbrögð. Það er liðinn þetta langur tími og fólk er enn þá jafn æst yfir þessu. Annars hefði ég nú haldið að nekt á striga sé hið besta mál og ég er bara alltaf fjarskalega kátur þegar málverk komast í fréttirnar. Það gleður mitt litla, kalda hjarta.“Gammar á sveimi Þrándur málaði fyrir nokkrum misserum myndir sem voru innblásnar af Arion banka og fjármálafyrirtækinu GAMMA. Vitaskuld var ádeila í verkunum og þegar hann bauð fyrirtækjunum verkin til sölu var þeim tilboðum tekið heldur fálega. Seðlabankinn kannski helsti bankinn til þess að reyna að selja myndlist? Já, akkúrat. Um svipað leyti og ég var að sýna GAMMA-myndina komu einmitt einhverjir karlar frá Seðlabankanum á sýninguna mína. Þeir sögðust vera í forsvari fyrir listaverkasafn Seðlabankans og vildu fá málverk af skjaldarmerkinu að reka svona einhverja hrægamma í burtu. Þetta var svolítið skrítin pæling,“ segir Þrándur sem sinnti ekki þessari pöntun Seðlabankans. „Ég hef nú held ég ekkert komið inn í Seðlabankann en það væri nú gaman að gera eitthvert sprell þar.“Skemmtilegir djöflar Þrándur segir að það yrði allt of langt mál að telja upp alla þá gömlu meistara málverksins sem hafa heillað hann en Spánverjinn Francisco Goya er þó í algeru uppáhaldi enda eru áhrif hans stundum áberandi í verkum Þrándar. „Það voru nú miklir djöflar í þeim manni og hann er kannski ein mín stærsta fyrirmynd eða þannig,“ segir Þrándur og bætir við að það geti verið skemmtilegt að krydda myndirnar með demónísku myrkri í anda Goya. „Mér finnst bara gaman að mála það demóníska en get ekki sagt að ég sé með einhverja mjög mikla innri demóna. Maður sér það líka bara ef maður lítur yfir listasöguna. Allar myndirnar sem eru til af helvíti, skrattanum og einhverju svona það er svo miklu meira af þeim heldur en hinu á björtu hliðinni. Það er bara svo gaman að teikna þetta og mála. Þetta getur samt verið varasamt vegna þess að það getur fljótt orðið hallærislegt eða asnalegt og ég er að reyna að forðast þá gryfju.“Þrándur brýtur rammann og er skemmtilega á skjön við hugmynda- og konseptlistina – trúr sinni sígildu olíu á striga. Fréttablaðið/?Anton BrinkÞað vakti athygli þegar Fréttablaðið.is greindi nýlega frá því að þrátt fyrir miklar vinsældir og að hafa helgað sig eingöngu myndlistinni síðustu tíu þykir Þrándur ekki gjaldgengur í Samband íslenskra myndlistarmanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki lokið BA-prófi í myndlist. Hann segist ekki kippa sér upp við þetta og tekur höfnuninni síður en svo persónulega. „Mér finnst nú líklegt að þetta hafi bara verið einhverjir svona pappakassar sem hafi ákveðið að ég uppfylli ekki skilyrðin,“ segir Þrándur sem hætti á sínum tíma í Listaháskólanum þar sem hann sá ekki fram á að geta lært mikið þar.Er eitthvað til í því að þú hafir verið rekinn úr LHÍ vegna listræns ágreinings, ef svo má sega? „Nei, mér var ekki beinlínis sparkað út og hætti bara vegna þess að það sem ég var að gera átti ekki upp á pallborðið þarna. Ég sá það líka sjálfur að ég gæti kannski ekkert lært það sem mig langaði að læra þarna. Vegna þess að það var enginn þarna til þess að kenna mér. Áherslan var mest á hugmyndalist og konseptlistina. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta er núna en hugsa að þetta sé svipað og þá og lítil sem engin áhersla lögð á tæknilega málun.“ Þrándur segist alla sína tíð hafa teiknað og litað en á menntaskólaárunum hafi hann farið að fikra sig yfir í málverkið. „Ég fæst eiginlega ekki við neitt annað en olíu á striga en hef fiktað eitthvað í þrykki og tréristum og það getur verið að maður fari að dútla eitthvað í vatnslitum einhvern tímann.“verkDatt í fangið á Nerdrum „Mig langaði snemma ekki bara að verða myndlistarmaður, heldur gamaldags myndlistarmaður,“ segir Þrándur sem var á barnsaldri byrjaður að fletta gömlum listaverkabókum. „Þarna sá maður þetta allt, Rembrandt og eitthvað þannig og fannst þetta bara alltaf langflottasta sjittið.“ Þrándur opnaði fyrstu einkasýninguna sína fyrir tíu árum og hefur ekki fengist við annað en listina síðan þá. „Ég hætti að vinna skömmu eftir fyrstu einkasýninguna en hef reyndar verið aðeins í námi líka en hef ekki verið með ærlega vinnu síðustu tíu árin.“Og þú lifir á þessu? „Já, já, ég lifi drauminn.“ Eftir að Þrándur hætti í LHÍ gerðist hann lærlingur hjá norska myndlistarmanninum og ólíkindatólinu Odd Nerdrum sem hann segir hafa verið mikla gæfu. „Það var nánast bókstaflega þannig að ég datt í fangið á honum. Ég náttúrlega vissi af honum. Ég er hálfur Norðmaður og hann er náttúrlega heimsfrægur í Noregi. Síðan frétti ég að hann væri kominn hingað og ég vissi að hann tæki lærlinga og hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt að spyrja hann. Ég sá hann svo úti á götu og elti hann inn á Súfistann í Máli og menningu þar sem ég gaf mig á tal við hann og spurði hvort það væri séns á að fá að gerast nemandi hans. Það var náttúrlega bara alger himnasending. Ég myndi segja að þetta væri eitt mest afgerandi atvik í lífi mínu.“Nekt er góð á striga Þótt oft megi greina beitta samfélagsrýni í verkum Þrándar þá er hún ekkert markmið í sjálfri sér. „Það er alltaf gaman að koma með smá ádeilu en þetta eru svona hugmyndir sem maður getur ekki pantað en stundum fær maður réttu hugmyndina.“verk2Þrándur var eldsnöggur að koma sinni sýn á Klaustursmálið á striga og aldrei þessu vant brást hann þá við fjölda áskorana. „Ég held alveg örugglega að þetta sé fyrsta myndin sem ég mála eftir að fjöldi fólks hafði spurt mig hvort það atvik væri ekki efni í mynd. Ég gat ekki skorast undan þessu,“ segir Þrándur sem nú finnur fyrir svipuðum þrýstingi vegna hávaðans í kringum nektarmynd Gunnlaugs Blöndals í Seðlabankanum. „Maður finnur þetta núna með þetta Seðlabankamálverkamál. Fólk er að koma að mér og láta mig vita að það sé að bíða eftir að ég geri mér einhvern mat út því. Mér finnst þessi umræða öll svolítið spaugileg og hef bara gaman af þessu og þá ekki síst því að sjá þessi miklu viðbrögð. Það er liðinn þetta langur tími og fólk er enn þá jafn æst yfir þessu. Annars hefði ég nú haldið að nekt á striga sé hið besta mál og ég er bara alltaf fjarskalega kátur þegar málverk komast í fréttirnar. Það gleður mitt litla, kalda hjarta.“Gammar á sveimi Þrándur málaði fyrir nokkrum misserum myndir sem voru innblásnar af Arion banka og fjármálafyrirtækinu GAMMA. Vitaskuld var ádeila í verkunum og þegar hann bauð fyrirtækjunum verkin til sölu var þeim tilboðum tekið heldur fálega.Seðlabankinn kannski helsti bankinn til þess að reyna að selja myndlist? Já, akkúrat. Um svipað leyti og ég var að sýna GAMMA-myndina komu einmitt einhverjir karlar frá Seðlabankanum á sýninguna mína. Þeir sögðust vera í forsvari fyrir listaverkasafn Seðlabankans og vildu fá málverk af skjaldarmerkinu að reka svona einhverja hrægamma í burtu. Þetta var svolítið skrítin pæling,“ segir Þrándur sem sinnti ekki þessari pöntun Seðlabankans. „Ég hef nú held ég ekkert komið inn í Seðlabankann en það væri nú gaman að gera eitthvert sprell þar.“Skemmtilegir djöflar Þrándur segir að það yrði allt of langt mál að telja upp alla þá gömlu meistara málverksins sem hafa heillað hann en Spánverjinn Francisco Goya er þó í algeru uppáhaldi enda eru áhrif hans stundum áberandi í verkum Þrándar. „Það voru nú miklir djöflar í þeim manni og hann er kannski ein mín stærsta fyrirmynd eða þannig,“ segir Þrándur og bætir við að það geti verið skemmtilegt að krydda myndirnar með demónísku myrkri í anda Goya. „Mér finnst bara gaman að mála það demóníska en get ekki sagt að ég sé með einhverja mjög mikla innri demóna. Maður sér það líka bara ef maður lítur yfir listasöguna. Allar myndirnar sem eru til af helvíti, skrattanum og einhverju svona það er svo miklu meira af þeim heldur en hinu á björtu hliðinni. Það er bara svo gaman að teikna þetta og mála. Þetta getur samt verið varasamt vegna þess að það getur fljótt orðið hallærislegt eða asnalegt og ég er að reyna að forðast þá gryfju.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Viðtal Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Þrándur Þórarinsson hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í myndlistinni. Hann lítur á sig sem gamaldags myndlistarmann og fæst nánast einungis við olíu á striga undir áhrifum gömlu meistaranna og þá fyrst og fremst Francisco Goya. Hann hefur þróað sinn persónulega stíl og saman við olíulitina blandar hann gömlum þjóðsagnaminnum og dægurmenningu samtímans oft með dökkum og demónískum undirtónum en varpar um leið kómísku ljósi á samtímann. Hann stendur þannig traustum fótum í fortíðinni á meðan hann sveiflar penslunum í hringiðu líðandi stundar og töfrar þá oftar en ekki fram hárbeitta samfélagsgagnrýni. Verk Þrándar hafa vakið gríðarlega og verðskuldaða athygli og rokseljast þannig að óhætt er að segja að hann sé ein helsta stjarnan í íslenskum myndlistarheimi um þessar mundir.Þú getur alveg viðurkennt að þú ert orðinn rosalega vinsæll, er það ekki? „Jú, jú, ég get alveg gengist við því,“ segir Þrándur og glottir hógvær þar sem hann situr á vinnustofu sinni fyrir framan verk sem er í vinnslu á stórum striga. Það vakti athygli þegar Fréttablaðið.is greindi nýlega frá því að þrátt fyrir miklar vinsældir og að hafa helgað sig eingöngu myndlistinni síðustu tíu þykir Þrándur ekki gjaldgengur í Samband íslenskra myndlistarmanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki lokið BA-prófi í myndlist. Hann segist ekki kippa sér upp við þetta og tekur höfnuninni síður en svo persónulega. „Mér finnst nú líklegt að þetta hafi bara verið einhverjir svona pappakassar sem hafi ákveðið að ég uppfylli ekki skilyrðin,“ segir Þrándur sem hætti á sínum tíma í Listaháskólanum þar sem hann sá ekki fram á að geta lært mikið þar.Er eitthvað til í því að þú hafir verið rekinn úr LHÍ vegna listræns ágreinings, ef svo má sega? „Nei, mér var ekki beinlínis sparkað út og hætti bara vegna þess að það sem ég var að gera átti ekki upp á pallborðið þarna. Ég sá það líka sjálfur að ég gæti kannski ekkert lært það sem mig langaði að læra þarna. Vegna þess að það var enginn þarna til þess að kenna mér. Áherslan var mest á hugmyndalist og konseptlistina. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta er núna en hugsa að þetta sé svipað og þá og lítil sem engin áhersla lögð á tæknilega málun.“ Þrándur segist alla sína tíð hafa teiknað og litað en á menntaskólaárunum hafi hann farið að fikra sig yfir í málverkið. „Ég fæst eiginlega ekki við neitt annað en olíu á striga en hef fiktað eitthvað í þrykki og tréristum og það getur verið að maður fari að dútla eitthvað í vatnslitum einhvern tímann.“Datt í fangið á Nerdrum „Mig langaði snemma ekki bara að verða myndlistarmaður, heldur gamaldags myndlistarmaður,“ segir Þrándur sem var á barnsaldri byrjaður að fletta gömlum listaverkabókum. „Þarna sá maður þetta allt, Rembrandt og eitthvað þannig og fannst þetta bara alltaf langflottasta sjittið.“ Þrándur opnaði fyrstu einkasýninguna sína fyrir tíu árum og hefur ekki fengist við annað en listina síðan þá. „Ég hætti að vinna skömmu eftir fyrstu einkasýninguna en hef reyndar verið aðeins í námi líka en hef ekki verið með ærlega vinnu síðustu tíu árin.“Og þú lifir á þessu? „Já, já, ég lifi drauminn.“ Eftir að Þrándur hætti í LHÍ gerðist hann lærlingur hjá norska myndlistarmanninum og ólíkindatólinu Odd Nerdrum sem hann segir hafa verið mikla gæfu. „Það var nánast bókstaflega þannig að ég datt í fangið á honum. Ég náttúrlega vissi af honum. Ég er hálfur Norðmaður og hann er náttúrlega heimsfrægur í Noregi. Síðan frétti ég að hann væri kominn hingað og ég vissi að hann tæki lærlinga og hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt að spyrja hann. Ég sá hann svo úti á götu og elti hann inn á Súfistann í Máli og menningu þar sem ég gaf mig á tal við hann og spurði hvort það væri séns á að fá að gerast nemandi hans. Það var náttúrlega bara alger himnasending. Ég myndi segja að þetta væri eitt mest afgerandi atvik í lífi mínu.“Nekt er góð á striga Þótt oft megi greina beitta samfélagsrýni í verkum Þrándar þá er hún ekkert markmið í sjálfri sér. „Það er alltaf gaman að koma með smá ádeilu en þetta eru svona hugmyndir sem maður getur ekki pantað en stundum fær maður réttu hugmyndina.“ Þrándur var eldsnöggur að koma sinni sýn á Klaustursmálið á striga og aldrei þessu vant brást hann þá við fjölda áskorana. „Ég held alveg örugglega að þetta sé fyrsta myndin sem ég mála eftir að fjöldi fólks hafði spurt mig hvort það atvik væri ekki efni í mynd. Ég gat ekki skorast undan þessu,“ segir Þrándur sem nú finnur fyrir svipuðum þrýstingi vegna hávaðans í kringum nektarmynd Gunnlaugs Blöndals í Seðlabankanum. „Maður finnur þetta núna með þetta Seðlabankamálverkamál. Fólk er að koma að mér og láta mig vita að það sé að bíða eftir að ég geri mér einhvern mat út því. Mér finnst þessi umræða öll svolítið spaugileg og hef bara gaman af þessu og þá ekki síst því að sjá þessi miklu viðbrögð. Það er liðinn þetta langur tími og fólk er enn þá jafn æst yfir þessu. Annars hefði ég nú haldið að nekt á striga sé hið besta mál og ég er bara alltaf fjarskalega kátur þegar málverk komast í fréttirnar. Það gleður mitt litla, kalda hjarta.“Gammar á sveimi Þrándur málaði fyrir nokkrum misserum myndir sem voru innblásnar af Arion banka og fjármálafyrirtækinu GAMMA. Vitaskuld var ádeila í verkunum og þegar hann bauð fyrirtækjunum verkin til sölu var þeim tilboðum tekið heldur fálega. Seðlabankinn kannski helsti bankinn til þess að reyna að selja myndlist? Já, akkúrat. Um svipað leyti og ég var að sýna GAMMA-myndina komu einmitt einhverjir karlar frá Seðlabankanum á sýninguna mína. Þeir sögðust vera í forsvari fyrir listaverkasafn Seðlabankans og vildu fá málverk af skjaldarmerkinu að reka svona einhverja hrægamma í burtu. Þetta var svolítið skrítin pæling,“ segir Þrándur sem sinnti ekki þessari pöntun Seðlabankans. „Ég hef nú held ég ekkert komið inn í Seðlabankann en það væri nú gaman að gera eitthvert sprell þar.“Skemmtilegir djöflar Þrándur segir að það yrði allt of langt mál að telja upp alla þá gömlu meistara málverksins sem hafa heillað hann en Spánverjinn Francisco Goya er þó í algeru uppáhaldi enda eru áhrif hans stundum áberandi í verkum Þrándar. „Það voru nú miklir djöflar í þeim manni og hann er kannski ein mín stærsta fyrirmynd eða þannig,“ segir Þrándur og bætir við að það geti verið skemmtilegt að krydda myndirnar með demónísku myrkri í anda Goya. „Mér finnst bara gaman að mála það demóníska en get ekki sagt að ég sé með einhverja mjög mikla innri demóna. Maður sér það líka bara ef maður lítur yfir listasöguna. Allar myndirnar sem eru til af helvíti, skrattanum og einhverju svona það er svo miklu meira af þeim heldur en hinu á björtu hliðinni. Það er bara svo gaman að teikna þetta og mála. Þetta getur samt verið varasamt vegna þess að það getur fljótt orðið hallærislegt eða asnalegt og ég er að reyna að forðast þá gryfju.“Þrándur brýtur rammann og er skemmtilega á skjön við hugmynda- og konseptlistina – trúr sinni sígildu olíu á striga. Fréttablaðið/?Anton BrinkÞað vakti athygli þegar Fréttablaðið.is greindi nýlega frá því að þrátt fyrir miklar vinsældir og að hafa helgað sig eingöngu myndlistinni síðustu tíu þykir Þrándur ekki gjaldgengur í Samband íslenskra myndlistarmanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki lokið BA-prófi í myndlist. Hann segist ekki kippa sér upp við þetta og tekur höfnuninni síður en svo persónulega. „Mér finnst nú líklegt að þetta hafi bara verið einhverjir svona pappakassar sem hafi ákveðið að ég uppfylli ekki skilyrðin,“ segir Þrándur sem hætti á sínum tíma í Listaháskólanum þar sem hann sá ekki fram á að geta lært mikið þar.Er eitthvað til í því að þú hafir verið rekinn úr LHÍ vegna listræns ágreinings, ef svo má sega? „Nei, mér var ekki beinlínis sparkað út og hætti bara vegna þess að það sem ég var að gera átti ekki upp á pallborðið þarna. Ég sá það líka sjálfur að ég gæti kannski ekkert lært það sem mig langaði að læra þarna. Vegna þess að það var enginn þarna til þess að kenna mér. Áherslan var mest á hugmyndalist og konseptlistina. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta er núna en hugsa að þetta sé svipað og þá og lítil sem engin áhersla lögð á tæknilega málun.“ Þrándur segist alla sína tíð hafa teiknað og litað en á menntaskólaárunum hafi hann farið að fikra sig yfir í málverkið. „Ég fæst eiginlega ekki við neitt annað en olíu á striga en hef fiktað eitthvað í þrykki og tréristum og það getur verið að maður fari að dútla eitthvað í vatnslitum einhvern tímann.“verkDatt í fangið á Nerdrum „Mig langaði snemma ekki bara að verða myndlistarmaður, heldur gamaldags myndlistarmaður,“ segir Þrándur sem var á barnsaldri byrjaður að fletta gömlum listaverkabókum. „Þarna sá maður þetta allt, Rembrandt og eitthvað þannig og fannst þetta bara alltaf langflottasta sjittið.“ Þrándur opnaði fyrstu einkasýninguna sína fyrir tíu árum og hefur ekki fengist við annað en listina síðan þá. „Ég hætti að vinna skömmu eftir fyrstu einkasýninguna en hef reyndar verið aðeins í námi líka en hef ekki verið með ærlega vinnu síðustu tíu árin.“Og þú lifir á þessu? „Já, já, ég lifi drauminn.“ Eftir að Þrándur hætti í LHÍ gerðist hann lærlingur hjá norska myndlistarmanninum og ólíkindatólinu Odd Nerdrum sem hann segir hafa verið mikla gæfu. „Það var nánast bókstaflega þannig að ég datt í fangið á honum. Ég náttúrlega vissi af honum. Ég er hálfur Norðmaður og hann er náttúrlega heimsfrægur í Noregi. Síðan frétti ég að hann væri kominn hingað og ég vissi að hann tæki lærlinga og hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt að spyrja hann. Ég sá hann svo úti á götu og elti hann inn á Súfistann í Máli og menningu þar sem ég gaf mig á tal við hann og spurði hvort það væri séns á að fá að gerast nemandi hans. Það var náttúrlega bara alger himnasending. Ég myndi segja að þetta væri eitt mest afgerandi atvik í lífi mínu.“Nekt er góð á striga Þótt oft megi greina beitta samfélagsrýni í verkum Þrándar þá er hún ekkert markmið í sjálfri sér. „Það er alltaf gaman að koma með smá ádeilu en þetta eru svona hugmyndir sem maður getur ekki pantað en stundum fær maður réttu hugmyndina.“verk2Þrándur var eldsnöggur að koma sinni sýn á Klaustursmálið á striga og aldrei þessu vant brást hann þá við fjölda áskorana. „Ég held alveg örugglega að þetta sé fyrsta myndin sem ég mála eftir að fjöldi fólks hafði spurt mig hvort það atvik væri ekki efni í mynd. Ég gat ekki skorast undan þessu,“ segir Þrándur sem nú finnur fyrir svipuðum þrýstingi vegna hávaðans í kringum nektarmynd Gunnlaugs Blöndals í Seðlabankanum. „Maður finnur þetta núna með þetta Seðlabankamálverkamál. Fólk er að koma að mér og láta mig vita að það sé að bíða eftir að ég geri mér einhvern mat út því. Mér finnst þessi umræða öll svolítið spaugileg og hef bara gaman af þessu og þá ekki síst því að sjá þessi miklu viðbrögð. Það er liðinn þetta langur tími og fólk er enn þá jafn æst yfir þessu. Annars hefði ég nú haldið að nekt á striga sé hið besta mál og ég er bara alltaf fjarskalega kátur þegar málverk komast í fréttirnar. Það gleður mitt litla, kalda hjarta.“Gammar á sveimi Þrándur málaði fyrir nokkrum misserum myndir sem voru innblásnar af Arion banka og fjármálafyrirtækinu GAMMA. Vitaskuld var ádeila í verkunum og þegar hann bauð fyrirtækjunum verkin til sölu var þeim tilboðum tekið heldur fálega.Seðlabankinn kannski helsti bankinn til þess að reyna að selja myndlist? Já, akkúrat. Um svipað leyti og ég var að sýna GAMMA-myndina komu einmitt einhverjir karlar frá Seðlabankanum á sýninguna mína. Þeir sögðust vera í forsvari fyrir listaverkasafn Seðlabankans og vildu fá málverk af skjaldarmerkinu að reka svona einhverja hrægamma í burtu. Þetta var svolítið skrítin pæling,“ segir Þrándur sem sinnti ekki þessari pöntun Seðlabankans. „Ég hef nú held ég ekkert komið inn í Seðlabankann en það væri nú gaman að gera eitthvert sprell þar.“Skemmtilegir djöflar Þrándur segir að það yrði allt of langt mál að telja upp alla þá gömlu meistara málverksins sem hafa heillað hann en Spánverjinn Francisco Goya er þó í algeru uppáhaldi enda eru áhrif hans stundum áberandi í verkum Þrándar. „Það voru nú miklir djöflar í þeim manni og hann er kannski ein mín stærsta fyrirmynd eða þannig,“ segir Þrándur og bætir við að það geti verið skemmtilegt að krydda myndirnar með demónísku myrkri í anda Goya. „Mér finnst bara gaman að mála það demóníska en get ekki sagt að ég sé með einhverja mjög mikla innri demóna. Maður sér það líka bara ef maður lítur yfir listasöguna. Allar myndirnar sem eru til af helvíti, skrattanum og einhverju svona það er svo miklu meira af þeim heldur en hinu á björtu hliðinni. Það er bara svo gaman að teikna þetta og mála. Þetta getur samt verið varasamt vegna þess að það getur fljótt orðið hallærislegt eða asnalegt og ég er að reyna að forðast þá gryfju.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Viðtal Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira