Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2019 16:30 Efri röð frá vinstri til hægri: Hera Björk, Daníel Óliver, Ívar Daníels, Friðrik Ómar og Elli Grill. Neðri röð frá vinstri til hægri: Þórdís Imsland, Tara Mobee, Kristina Skoubo Bærendsen, Hatari og Heiðrún Anna. myndir/rúv Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Kynnar í keppninni verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir sem spjallar við keppendur í baksviðs. Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu árin og í ár verður ekki slegið slöku við. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendri Eurovision-stjörnu sem mun stíga á sviðið úrslitinum í Höllinni 2. mars. Tilkynnt verður um hana á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur á höfunda á songvakeppnin.isFyrri undankeppni í Háskólabíói - 9. febrúarHatrið mun sigraLag: Hatari Texti: Hatari Flytjandi: HatariEitt andartak / Moving onLag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Flytjandi: Hera Björk ÞórhallsdóttirÉg á mig sjálf / Mama SaidLag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon Flytjandi: Kristina Skoubo BærendsenNú og hér / What Are You Waiting For?Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Íslensku texti: Stefán Hilmarsson Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Flytjandi: Þórdís ImslandSamt ekki / Licky LickyLag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson Flytjandi: Daníel ÓliverSeinni undankeppni - 16. febrúarJeijó, keyrum alla leið Lag: Barði Jóhannsson Texti: Barði Jóhannson Flytjendur: Elli Grill, Skaði og GlymurHvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson Flytjandi: Friðrik ÓmarÞú bætir mig / Make Me WholeLag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Flytjandi: Ívar DaníelsBetri án þín / Fighting For LoveLag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Flytjandi: Tara MobeeHelgi / Sunday BoyLag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Kynnar í keppninni verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir sem spjallar við keppendur í baksviðs. Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu árin og í ár verður ekki slegið slöku við. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendri Eurovision-stjörnu sem mun stíga á sviðið úrslitinum í Höllinni 2. mars. Tilkynnt verður um hana á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur á höfunda á songvakeppnin.isFyrri undankeppni í Háskólabíói - 9. febrúarHatrið mun sigraLag: Hatari Texti: Hatari Flytjandi: HatariEitt andartak / Moving onLag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Flytjandi: Hera Björk ÞórhallsdóttirÉg á mig sjálf / Mama SaidLag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon Flytjandi: Kristina Skoubo BærendsenNú og hér / What Are You Waiting For?Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Íslensku texti: Stefán Hilmarsson Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Flytjandi: Þórdís ImslandSamt ekki / Licky LickyLag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson Flytjandi: Daníel ÓliverSeinni undankeppni - 16. febrúarJeijó, keyrum alla leið Lag: Barði Jóhannsson Texti: Barði Jóhannson Flytjendur: Elli Grill, Skaði og GlymurHvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson Flytjandi: Friðrik ÓmarÞú bætir mig / Make Me WholeLag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Flytjandi: Ívar DaníelsBetri án þín / Fighting For LoveLag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Flytjandi: Tara MobeeHelgi / Sunday BoyLag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir
Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira