Umsvifamikill auðjöfur keypti dýrustu fasteign Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:44 Íbúðin er á efstu fjórum hæðum 220 Central Park South-skýjakljúfsins. Getty/Jeenah Moon Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris Bandaríkin Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris
Bandaríkin Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira