Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:00 Guaidó hélt á mynd af Simon Bolivar á mótmælunum í gær. AP/Fernando Llano Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti annars þings landsins, hefur lýst yfir að hann sé réttmætur forseti landsins og segir forsetakosningarnar sem fram fóru í fyrra ólögmætar. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Á mótmælum í Caracas í gær sagði Guaidó að hann væri réttmætur forseti og valdtaka hans væri eina leiðin til að binda endi á einræði Maduro. Stjórnarskrá Venesúela veitti honum heimild til að mynda bráðabirgða ríkisstjórn og boða til nýrra kosninga. Hann sagðist vita að yfirlýsing sín myndi hafa afleiðingar og er nú kominn í felur en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að til standi að handtaka hann.Í kjölfarið lýsti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfir stuðningi við Guaidó.Ekkert útlit er fyrir að her landsins verði við ákalli Trump og Guaidó og hjálpi stjórnarandstöðunni að velta Maduro úr sessi, enn sem komið er. Fáir búast við því að hershöfðingjar landsins muni snúast gegn Maduro en hið sama gæti ekki átt við óbreytta hermenn Venesúela. Eftir mótmælin í gær segir Reuters að Guaidó og stjórnarandstæðan ætli að reyna að viðhalda þrýstingi á Maduro og ríkisstjórn hans.Á undanförnum árum hefur verðbólga og önnur efnahagsvandræði leikið íbúa Venesúela grátt og hafa milljónir flúið til nærliggjandi landa. Í nóvember í fyrra fór eins árs verðbólga yfir 1,3 milljónir prósenta. Það er 1,300.000 prósent. Bandaríkin, Kanada, nokkur Suður-Ameríkuríki og nokkur ríki Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands og Tyrklands, svo einhverjar séu nefndar, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Maduro og ríkisstjórn hans. Rússar hafa selt Venesúela vopn og veitt ríkisstjórn Maduro lán á undanförnum árum. Þá hafa Kínverjar einnig lánað Venesúela umtalsverðar upphæðir og fjárfest í landinu. Trump sagði í gær að Bandaríkin myndu beita öllum þeim efnahagslega og pólitíska þrýstingi sem þeir gætu til að styðja við bakið á Guaidó. Hann sagðist ekki vera að íhuga hernaðaríhlutun en sagði alla möguleika á borðinu. Í kjölfarið lýsti Maduro því yfir að Venesúela ætlaði að slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin og gaf hann erindrekum Bandaríkjanna þrjá sólarhringa til að yfirgefa landið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að Bandaríkin myndu ekki verða við því. Stjórnmálasamband ríkjanna yrði áfram virkt í gegnum ríkisstjórn Guaidó. Pompeo sagði Bandaríkin ekki viðurkenna Maduro sem forseta Venesúela og því gæti hann ekki slitið samskiptum ríkjanna.U.S. will conduct diplomatic relations with #Venezuela through the government of interim President Guaido. U.S. does not recognize the #Maduro regime. U.S. does not consider former president Maduro to have the legal authority to break diplomatic relations. https://t.co/DBS4GiGEWIpic.twitter.com/gQZJuS1xfn — Secretary Pompeo (@SecPompeo) January 24, 2019 Venesúela Tengdar fréttir Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti annars þings landsins, hefur lýst yfir að hann sé réttmætur forseti landsins og segir forsetakosningarnar sem fram fóru í fyrra ólögmætar. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Á mótmælum í Caracas í gær sagði Guaidó að hann væri réttmætur forseti og valdtaka hans væri eina leiðin til að binda endi á einræði Maduro. Stjórnarskrá Venesúela veitti honum heimild til að mynda bráðabirgða ríkisstjórn og boða til nýrra kosninga. Hann sagðist vita að yfirlýsing sín myndi hafa afleiðingar og er nú kominn í felur en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að til standi að handtaka hann.Í kjölfarið lýsti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfir stuðningi við Guaidó.Ekkert útlit er fyrir að her landsins verði við ákalli Trump og Guaidó og hjálpi stjórnarandstöðunni að velta Maduro úr sessi, enn sem komið er. Fáir búast við því að hershöfðingjar landsins muni snúast gegn Maduro en hið sama gæti ekki átt við óbreytta hermenn Venesúela. Eftir mótmælin í gær segir Reuters að Guaidó og stjórnarandstæðan ætli að reyna að viðhalda þrýstingi á Maduro og ríkisstjórn hans.Á undanförnum árum hefur verðbólga og önnur efnahagsvandræði leikið íbúa Venesúela grátt og hafa milljónir flúið til nærliggjandi landa. Í nóvember í fyrra fór eins árs verðbólga yfir 1,3 milljónir prósenta. Það er 1,300.000 prósent. Bandaríkin, Kanada, nokkur Suður-Ameríkuríki og nokkur ríki Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands og Tyrklands, svo einhverjar séu nefndar, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Maduro og ríkisstjórn hans. Rússar hafa selt Venesúela vopn og veitt ríkisstjórn Maduro lán á undanförnum árum. Þá hafa Kínverjar einnig lánað Venesúela umtalsverðar upphæðir og fjárfest í landinu. Trump sagði í gær að Bandaríkin myndu beita öllum þeim efnahagslega og pólitíska þrýstingi sem þeir gætu til að styðja við bakið á Guaidó. Hann sagðist ekki vera að íhuga hernaðaríhlutun en sagði alla möguleika á borðinu. Í kjölfarið lýsti Maduro því yfir að Venesúela ætlaði að slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin og gaf hann erindrekum Bandaríkjanna þrjá sólarhringa til að yfirgefa landið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að Bandaríkin myndu ekki verða við því. Stjórnmálasamband ríkjanna yrði áfram virkt í gegnum ríkisstjórn Guaidó. Pompeo sagði Bandaríkin ekki viðurkenna Maduro sem forseta Venesúela og því gæti hann ekki slitið samskiptum ríkjanna.U.S. will conduct diplomatic relations with #Venezuela through the government of interim President Guaido. U.S. does not recognize the #Maduro regime. U.S. does not consider former president Maduro to have the legal authority to break diplomatic relations. https://t.co/DBS4GiGEWIpic.twitter.com/gQZJuS1xfn — Secretary Pompeo (@SecPompeo) January 24, 2019
Venesúela Tengdar fréttir Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18