Microsoft varar við Daily Mail í vefvafra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 20:12 Snjalltækjaútgáfa Edge-vafrans er nú með viðbót sem á að reyna að stemma stigu við útbreiðslu falsfrétta. Vísir/Getty Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni. Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni.
Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47