Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 23:30 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, og verkið umtalaða eftir Gunnlaug Blöndal. Fréttablaðið/GVA Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan. Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan.
Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28