Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. janúar 2019 20:30 Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira