Mun alltaf bera ör eftir árásina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. janúar 2019 07:00 Árásin átti stað við hraðbanka Arionbanka í miðbæ Akureyrar. Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira