Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15
Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45