Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:09 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54