Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 13:37 Þingmennirnir sem voru gestir á Sprengisandi í dag gagnrýna útfærslu ríkisstjórnarinnar á vegtollum. Vísir/Pjetur Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira