Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 12:22 Þorgerður Katrín vill að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi beri aukna ábyrgð. Vísir Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira