Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:30 Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira