Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 14:40 Enn hefur ekki þurft að loka sundlaugum í Reykjavík vegna kuldans en í Rangárvallasýslu hefur þurft að grípa til þess ráðs. vísir/vilhelm Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. Vegna þessa komi það nokkuð á óvart að Veitum sé brugðið vegna kuldans og það viti varla á gott en Trausti vísar þarna til þess að Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna kuldans og hvatt almenning til að fara vel með heita vatnið. Í færslu sinni spyr Trausti hvað gerist ef raunverulegir kuldar skella á og segir að álag á hitakerfi vaxi talsvert með vindi. „Kannski hafa menn haldið að hnattræn hlýnun hafi gengið frá nákvæmlega öllum kuldaköstum dauðum. Nei, kuldaköst eru ekki dauð þó tíðni þeirra hafi óneitanlega minnkað verulega hin síðari ár miðað við það sem oft var áður og heldur tannlaus hafa þau flest verið síðustu tvo áratugi,“ segir Trausti sem í færslunni tekur saman daga sem eru jafnkaldir eða kaldari en þeir tveir til þrír sem eru nýliðnir í Reykjavík.Frost herðir aftur um helgina „Horft er alveg aftur til 1872 en upplýsingar um daglegan meðalhita vantar stöku ár snemma á 20.öld. Það vekur strax eftirtekt hversu fáir köldu dagarnir hafa verið á þessum áratug, árið 2011 sker sig að vísu nokkuð úr - við fengum þá eftirminnilega kalda syrpu í desember. Fáein stök fyrri ár eru rýr, einna helst viðloðandi upp úr 1920. Þó kuldatímabil síðari hluta 20.aldar hafi hafist nokkuð snögglega 1965 var það samt þannig að kaldir dagar voru nokkuð algengir á stórum hluta hlýindatímans áður - mun algengari heldur en þeir hafa verið síðustu 14-15 árin - en áraskipti veruleg,“ segir Trausti en færslu hans í heild má sjá hér. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Vísi í gær að heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefði vaxið hraðar heldur en bestu spár um fjölgun íbúa og húsnæði gerðu ráð fyrir. Á árum áður hefði heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu fylgt fjölda íbúa og húsnæðis en undanfarin ár hefur aukningin á heitavatnsnotkun verið hraðari. Í tilkynningu frá Veitum í morgun sagði svo að staðan væri óbreytt á höfuðborgarsvæðinu. Notkunin væri enn að aukast en hægt þó og miðað við veðurspár hefur dregið úr líkum á því að afhending vatns verði takmörkuð á morgun. Það er hins vegar gert ráð fyrir því að frostið herði aftur á laugardag og sunnudag. „Með því aukast líkur á að grípa þurfi til takmarkana á afhendingu þá. Þetta miðast við að ekkert beri út af í rekstri hitaveitunnar. Áfram er grannt fylgst með þróun mála og hagsmunaaðilum haldið upplýstum,“ segir í tilkynningu Veitna. Orkumál Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. Vegna þessa komi það nokkuð á óvart að Veitum sé brugðið vegna kuldans og það viti varla á gott en Trausti vísar þarna til þess að Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna kuldans og hvatt almenning til að fara vel með heita vatnið. Í færslu sinni spyr Trausti hvað gerist ef raunverulegir kuldar skella á og segir að álag á hitakerfi vaxi talsvert með vindi. „Kannski hafa menn haldið að hnattræn hlýnun hafi gengið frá nákvæmlega öllum kuldaköstum dauðum. Nei, kuldaköst eru ekki dauð þó tíðni þeirra hafi óneitanlega minnkað verulega hin síðari ár miðað við það sem oft var áður og heldur tannlaus hafa þau flest verið síðustu tvo áratugi,“ segir Trausti sem í færslunni tekur saman daga sem eru jafnkaldir eða kaldari en þeir tveir til þrír sem eru nýliðnir í Reykjavík.Frost herðir aftur um helgina „Horft er alveg aftur til 1872 en upplýsingar um daglegan meðalhita vantar stöku ár snemma á 20.öld. Það vekur strax eftirtekt hversu fáir köldu dagarnir hafa verið á þessum áratug, árið 2011 sker sig að vísu nokkuð úr - við fengum þá eftirminnilega kalda syrpu í desember. Fáein stök fyrri ár eru rýr, einna helst viðloðandi upp úr 1920. Þó kuldatímabil síðari hluta 20.aldar hafi hafist nokkuð snögglega 1965 var það samt þannig að kaldir dagar voru nokkuð algengir á stórum hluta hlýindatímans áður - mun algengari heldur en þeir hafa verið síðustu 14-15 árin - en áraskipti veruleg,“ segir Trausti en færslu hans í heild má sjá hér. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Vísi í gær að heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefði vaxið hraðar heldur en bestu spár um fjölgun íbúa og húsnæði gerðu ráð fyrir. Á árum áður hefði heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu fylgt fjölda íbúa og húsnæðis en undanfarin ár hefur aukningin á heitavatnsnotkun verið hraðari. Í tilkynningu frá Veitum í morgun sagði svo að staðan væri óbreytt á höfuðborgarsvæðinu. Notkunin væri enn að aukast en hægt þó og miðað við veðurspár hefur dregið úr líkum á því að afhending vatns verði takmörkuð á morgun. Það er hins vegar gert ráð fyrir því að frostið herði aftur á laugardag og sunnudag. „Með því aukast líkur á að grípa þurfi til takmarkana á afhendingu þá. Þetta miðast við að ekkert beri út af í rekstri hitaveitunnar. Áfram er grannt fylgst með þróun mála og hagsmunaaðilum haldið upplýstum,“ segir í tilkynningu Veitna.
Orkumál Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57
Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04
Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00