Sjö staðir ætla hafa opið lengur vegna Superbowl Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 10:41 Keiluhöllin í Egilshöll ætlar að hafa opið til 06 á mánudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots. Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots.
Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira