Manndrápsveður vestanhafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:10 Það er kuldalegt um að litast í Chicago þessa dagana. Getty/Scott Olson Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15