Spenntur fyrir því að spila í einni sterkustu deild heims Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2019 09:00 Guðjón Valur kátur með nýju treyjuna. mynd/psg Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira