„Þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2019 21:04 Embla Kristínardóttir er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla. Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla.
Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30
Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33