Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 13:30 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira