Veiðum þar sem besti aflinn er Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Það er ekki einfalt verkefni að greina stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu þessa dagana. Töluverðar sviptingar hafa orðið í greininni undanfarin misseri og satt að segja eru horfurnar óvenju óljósar núna. Reyndar er eitt alveg á hreinu. Vegna ferðaþjónustu fyrst og fremst hafa lífskjör á landinu aldrei verið eins góð og um þessar mundir. Það er rétt að halda því til haga. Ferðaþjónusta er mjög útsett fyrir þáttum í ytra umhverfi sínu og þeir eru nú margir í töluverðri óvissu. Á síðasta ári mátti greinilega merkja að hægst hefur verulega á. Hinu gríðarlega vaxtarskeiði, sem einkenndi eftirhrunsárin, er að öllum líkindum lokið. Hár innlendur kostnaður og sterkt gengi krónu hafa dregið hratt úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og valdið því að samsetning ferðamannahópsins og ferða- og kauphegðun hefur breyst töluvert. Með nokkurri einföldun er hægt að segja að aukningin sem varð síðastliðin ár hafi verið borin uppi af gestum frá Norður-Ameríku á meðan markaðir í Mið-Evrópu drógust saman. Samdráttur varð hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í öllum geirum greinarinnar – en alvarlegast er þó að fyrirtæki á landsbyggðinni fundu harkalegar en aðrir fyrir þessum breytingum. Enn er of snemmt að segja til um hvernig árið 2019 kemur til með að þróast. ISAVIA hefur þegar spáð lítils háttar fækkun ferðamanna til landsins í fyrsta skipti og við stöndum frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum. Ef allt fer á versta veg er ekki ólíklegt að ferðaþjónusta verði skotspónn skæruverkfalla, sem geta haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir greinina og þjóðfélagið allt. Þar eru ekki bara yfirstandandi viðskipti í hættu, heldur einnig orðspor og ímynd áfangastaðarins. Verði samið um launahækkanir, sem verðmætasköpun greinarinnar stendur ekki undir – og við vitum að svigrúmið er allt frá engu upp í mjög lítið – er alveg ljóst að samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamörkuðum mun skerðast enn frekar. Gengi krónu hefur verið of sterkt fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 2016 og þrátt fyrir að hún hafi veikst í lok síðasta árs, er enn engan stöðugleika að sjá og inngrip Seðlabanka Íslands til að stöðva frekari veikingu hennar orðin ansi tíð. Flugsamgöngur við landið eru undirstaða ferðaþjónustu á Íslandi, en ástandið á þeim vígstöðvum hefur verið með fjörugra móti undanfarna mánuði. Óvissu tengdri flugmálum er enn ekki lokið, en þó er komið í ljós að líklega mun draga verulega úr framboði flugs á milli Bandaríkjanna og Íslands, sem mun líklega draga úr fjölda gesta frá helsta vaxtarsvæði síðustu ára. Góðu fréttirnar eru þær að horfur í ferðaþjónustu til langs tíma eru mjög góðar. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í heiminum og engin ástæða til að ætla annað en að við með okkar frábæru möguleika í höndunum, verðum framarlega á þeim vettvangi. Auðvitað gerist þó ekkert af sjálfu sér og enn eru fjölmörg verkefni ókláruð, ef tryggja á ferðaþjónustu í sessi sem burðaratvinnugrein og stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Stórefla þarf rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar og klára heildarstefnumótun fyrir greinina. Binda þarf enda á hina eilífu gjaldtökuumræðu og koma skikki og samræmingu á þá gjaldtöku sem fyrir er. Uppræta þarf ólöglega starfsemi, sem skekkir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Eins þarf að finna praktískar leiðir til þess að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áratugum saman hefur verið talað um að stuðla að betra flæði ferðamanna um landið – nú er kominn tími til alvöru aðgerða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að skerpa fókusinn í markaðsaðgerðum okkar á erlendum mörkuðum. Ekki má láta tilviljanir eða skyndihugdettur ráða því hvar borið er niður – heldur þarf að skilgreina þá markaði sem við viljum einbeita okkur að til þess að það litla fjármagn og mannauður sem til ráðstöfunar er skili okkur sem mestu. Svo gripið sé til vinsæls líkingamáls úr sjávarútvegi – sem allir Íslendingar skilja – þá eigum við að veiða á þeim svæðum þar sem besta aflann fyrir land og þjóð er að finna.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er ekki einfalt verkefni að greina stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu þessa dagana. Töluverðar sviptingar hafa orðið í greininni undanfarin misseri og satt að segja eru horfurnar óvenju óljósar núna. Reyndar er eitt alveg á hreinu. Vegna ferðaþjónustu fyrst og fremst hafa lífskjör á landinu aldrei verið eins góð og um þessar mundir. Það er rétt að halda því til haga. Ferðaþjónusta er mjög útsett fyrir þáttum í ytra umhverfi sínu og þeir eru nú margir í töluverðri óvissu. Á síðasta ári mátti greinilega merkja að hægst hefur verulega á. Hinu gríðarlega vaxtarskeiði, sem einkenndi eftirhrunsárin, er að öllum líkindum lokið. Hár innlendur kostnaður og sterkt gengi krónu hafa dregið hratt úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og valdið því að samsetning ferðamannahópsins og ferða- og kauphegðun hefur breyst töluvert. Með nokkurri einföldun er hægt að segja að aukningin sem varð síðastliðin ár hafi verið borin uppi af gestum frá Norður-Ameríku á meðan markaðir í Mið-Evrópu drógust saman. Samdráttur varð hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í öllum geirum greinarinnar – en alvarlegast er þó að fyrirtæki á landsbyggðinni fundu harkalegar en aðrir fyrir þessum breytingum. Enn er of snemmt að segja til um hvernig árið 2019 kemur til með að þróast. ISAVIA hefur þegar spáð lítils háttar fækkun ferðamanna til landsins í fyrsta skipti og við stöndum frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum. Ef allt fer á versta veg er ekki ólíklegt að ferðaþjónusta verði skotspónn skæruverkfalla, sem geta haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir greinina og þjóðfélagið allt. Þar eru ekki bara yfirstandandi viðskipti í hættu, heldur einnig orðspor og ímynd áfangastaðarins. Verði samið um launahækkanir, sem verðmætasköpun greinarinnar stendur ekki undir – og við vitum að svigrúmið er allt frá engu upp í mjög lítið – er alveg ljóst að samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamörkuðum mun skerðast enn frekar. Gengi krónu hefur verið of sterkt fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 2016 og þrátt fyrir að hún hafi veikst í lok síðasta árs, er enn engan stöðugleika að sjá og inngrip Seðlabanka Íslands til að stöðva frekari veikingu hennar orðin ansi tíð. Flugsamgöngur við landið eru undirstaða ferðaþjónustu á Íslandi, en ástandið á þeim vígstöðvum hefur verið með fjörugra móti undanfarna mánuði. Óvissu tengdri flugmálum er enn ekki lokið, en þó er komið í ljós að líklega mun draga verulega úr framboði flugs á milli Bandaríkjanna og Íslands, sem mun líklega draga úr fjölda gesta frá helsta vaxtarsvæði síðustu ára. Góðu fréttirnar eru þær að horfur í ferðaþjónustu til langs tíma eru mjög góðar. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í heiminum og engin ástæða til að ætla annað en að við með okkar frábæru möguleika í höndunum, verðum framarlega á þeim vettvangi. Auðvitað gerist þó ekkert af sjálfu sér og enn eru fjölmörg verkefni ókláruð, ef tryggja á ferðaþjónustu í sessi sem burðaratvinnugrein og stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Stórefla þarf rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar og klára heildarstefnumótun fyrir greinina. Binda þarf enda á hina eilífu gjaldtökuumræðu og koma skikki og samræmingu á þá gjaldtöku sem fyrir er. Uppræta þarf ólöglega starfsemi, sem skekkir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Eins þarf að finna praktískar leiðir til þess að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áratugum saman hefur verið talað um að stuðla að betra flæði ferðamanna um landið – nú er kominn tími til alvöru aðgerða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að skerpa fókusinn í markaðsaðgerðum okkar á erlendum mörkuðum. Ekki má láta tilviljanir eða skyndihugdettur ráða því hvar borið er niður – heldur þarf að skilgreina þá markaði sem við viljum einbeita okkur að til þess að það litla fjármagn og mannauður sem til ráðstöfunar er skili okkur sem mestu. Svo gripið sé til vinsæls líkingamáls úr sjávarútvegi – sem allir Íslendingar skilja – þá eigum við að veiða á þeim svæðum þar sem besta aflann fyrir land og þjóð er að finna.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar