Umhverfismálin eru lykilmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun