Athugað í fyrramálið hvort hægt verði að opna vegi á Austurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 22:20 Skjáskoti af korti Vegagerðarinnar sem sýnir lokanir á Austurlandi. Fjöldi vega á Austurlandi er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu en á vef Vegagerðarinnar segir að athugað verði í fyrramálið hvort hægt verði að opna á ný. Þannig er vegurinn um Fagradal lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu, Fjarðarheið er lokuð vegna veðurs sem og Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Þá er vegurinn um Hvalnesskriður lokaður vegna snjóflóðs. Skafrenningur er svo mjög víða á Norðurlandi sem og á Vestfjörðum. Stíf norðanátt með ofankomu er á norðausturhluta landsins og segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að á morgun dragi smátt og smátt úr veðrinu. Þannig verði stíf norðanátt verði lengst af enn á morgun og það sé í raun ekki fyrr en á sunnudag sem það verði komið fínasta veður á landinu öllu. Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en óveður er á Kjalarnesi.Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur. Þæfingur er á Vatnaleið, Fróðárheiði sem og milli Búða og Hellna. Skyggni er lítið við Hafursfell sem og á sunnanverðu Snæfellsnesi.Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum og éljagangur eða skafrenningur mjög víða. Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Kaldrananesi en þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi.Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, í Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Árskógsstrandar sem og á Grenivíkurvegi. Ófært er um Víkurskarð og Almenninga, milli Siglufjarðar og Fljóta.Norðausturland: Snjóþekja víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði sem og í Bakkafirði en þungfært er orðið á Tjörnesi, innansveitar í Vopnafirði sem og á Brekknaheiði. Ófært er um Hófaskarð og Hálsa en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og á Hólasandi.Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra en lokað er á Fjarðarheiði, á Fagradal og í Hvalnesskriðum.Suðausturland: Hálkublettir eða hálka víðast hvar og sums staðar skafrenningur.Suðurland: Hringvegurinn er nánast auður en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Skafrenningur er Lyngdalsheiði. Samgöngur Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fjöldi vega á Austurlandi er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu en á vef Vegagerðarinnar segir að athugað verði í fyrramálið hvort hægt verði að opna á ný. Þannig er vegurinn um Fagradal lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu, Fjarðarheið er lokuð vegna veðurs sem og Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Þá er vegurinn um Hvalnesskriður lokaður vegna snjóflóðs. Skafrenningur er svo mjög víða á Norðurlandi sem og á Vestfjörðum. Stíf norðanátt með ofankomu er á norðausturhluta landsins og segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að á morgun dragi smátt og smátt úr veðrinu. Þannig verði stíf norðanátt verði lengst af enn á morgun og það sé í raun ekki fyrr en á sunnudag sem það verði komið fínasta veður á landinu öllu. Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en óveður er á Kjalarnesi.Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur. Þæfingur er á Vatnaleið, Fróðárheiði sem og milli Búða og Hellna. Skyggni er lítið við Hafursfell sem og á sunnanverðu Snæfellsnesi.Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum og éljagangur eða skafrenningur mjög víða. Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Kaldrananesi en þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi.Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, í Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Árskógsstrandar sem og á Grenivíkurvegi. Ófært er um Víkurskarð og Almenninga, milli Siglufjarðar og Fljóta.Norðausturland: Snjóþekja víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði sem og í Bakkafirði en þungfært er orðið á Tjörnesi, innansveitar í Vopnafirði sem og á Brekknaheiði. Ófært er um Hófaskarð og Hálsa en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og á Hólasandi.Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra en lokað er á Fjarðarheiði, á Fagradal og í Hvalnesskriðum.Suðausturland: Hálkublettir eða hálka víðast hvar og sums staðar skafrenningur.Suðurland: Hringvegurinn er nánast auður en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Skafrenningur er Lyngdalsheiði.
Samgöngur Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira