Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 13:15 Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni grænu framboði árið 2013. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19