Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Brink Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent